Grímuskylda truflaði ekki leikmenn Boston University Terriers í fyrsta leik liðsins í bandaríska háskólakörfuboltanum en allir leikmenn þurfa að bera grímur innan sem utan vallar.

Er það samkvæmt ákvörðun skólayfirvalda og klæddust leikmennirnir rauðum grímum í sama lit og búningur háskólans.

Um leið er gerð krafa að andstæðingar Terriers verði með grímu þegar liðin koma í heimsókn.

Grímuskyldan setti ekki strik í reikninginn því Boston vann 83-76 á Holy Cross Crusaders. Þegar liðin mætast á ný í kvöld í Boston verða bæði liðin með grímur.