Atlanta Falcons verður fyrsta liðið í sögunni til að nota dróna til að þrífa stúkur og völlinn eftir leiki liðsins í NFL-deildinni eftir að hafa unnið í samstarfi við tæknifyrirtæki að forrita dróna.

Tveir drónar verða notaðir til að hreinsa völlinn og nota réttu efnin til að sótthreinsa öll þau svæði sem áhorfendur og leikmenn koma nálægt.

Með því er markmið Falcons að koma í veg fyrir að veirur og bakteríur lifi af á snertiflötum og með því koma í veg fyrir að smit dreifist á milli áhorfenda og leikmanna.

Markmið félagsins er að þrifin gangi afar hratt fyrir sig og gangi 95% hraðar en það sem áður var þekkt þrátt fyrir að völlurinn sé með sæti fyrir 71 þúsund manns.

Annað félag í NFL-deildinni, Carolina Panthers, er að einnig að reyna tækninýjungar til að halda sóttvarnarlögum og mun notast við sérstakt sótthreinsandi vélmenni til að hreinsa völlinn.