Frjálsar íþróttir

Norðurlandamótið fer fram á laugardaginn

Bestu víðavangshlauparar Norðurlandanna leiða saman hesta sína hér á landi á laugardaginn kemur og keppa á Norðurlandamótinu.

Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson eru í íslenska liðinu sem keppir á laugardaginn. Mynd/FRÍ

Norðurlandamótið í Víðavangshlaupum fer fram laugardaginn 10. nóvember. Mótið fer fram í Laugardalnum og er rásmarkið við tjaldstæðið. Keppt verður í fjórum flokkum; karla- og kvennaflokki og flokki stúlkna og pilta 19 ára og yngri. 

Alls eru keppendur 92 talsins frá Norðurlandaþjóðunum fimm ásamt Færeyjum. Í íslenska liðinu er hluti af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Þar má helst nefna Anítu Hinriksdóttir sem er meðal fremstu kvenna í 800 metra hlaupi í heiminum og Hlyn Andrésson sem setti meðal annars nýtt Íslandsmet í 10 km hlaupi fyrr á þessu ári. 

Hér má sjá lista yfir allaíslensku keppendurna:

Mótið hefst klukkan 12:00 þegar stúlkurnar hefja keppni, þar á eftir hefst keppni pilta klukkan 12:35. Klukkan 13:10 hefst kvennahlaupið og svo loks hlaupa karlarnir klukkan 14:00.

Meðfram Norðurlandamótinu fer fram sveitakeppni hlaupahópa sem hefst klukkan 11:00. Aðgangur er frír  og því hvetjum við fólk til að mæta og styðja íslensku keppendurna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

„Ætla að bæta mig enn meira og ná betri árangri“

Frjálsar íþróttir

Landslið í víðavangshlaupi valið

Frjálsar íþróttir

Átak gert hvað boðhlaup varðar

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 2 - 1 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Auglýsing