Íslenski boltinn

Norður-írskur reynslubolti til KR

Reyndur norður-írskur varnarmaður, Albert Watson, er genginn í raðir KR. Hann hefur leikið í næstefstu deild í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Albert Watson, nýjasti leikmaður liðsins. Mynd/KR

KR hefur samið við norður-írska varnarmanninn Albert Watson út tímabilið 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Watson, sem er 32 ára, hefur leikið með Edmonton í næstefstu deild í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár. Hann var tvisvar valinn í úrvalslið deildarinnar og var fyrirliði Edmonton.

Watson lék áður með Ballymena United og Linfield í heimalandinu. Hann vann nokkra titla með síðarnefnda liðinu.

Watson hefur æft með KR undanfarið. Hann gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu þegar það mætir Keflavík 24. mars.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Víkings á Fylki í aldarfjórðung

Íslenski boltinn

Ungu strákarnir í stuði í Egilshöll

Íslenski boltinn

Tímamótamark Lennons tryggði FH sigur í Grindavík

Auglýsing

Nýjast

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Auglýsing