Norska strand­hand­bolta­lið kvenna hefur verið sektað um 1.500 evrur eða rúmar 220 þúsund ís­lenskar krónur, fyrir að vera í stutt­buxum í stað bikiní­buxna í leik þeirra gegn Spán­verjum á Evrópu­meistara­mótinu í strand­hand­bolta á dögunum.
Hand­knatt­leiks­sam­band Evrópu, EHF lagði fram sekt á liðið vegna ó­við­eig­andi fatnaðar þar sem þau segja að stutt­buxurnar ekki standast þær reglur sem Al­þjóð­lega hand­knatt­s­leiks­sam­bandsins, IHF, setur.

Hand­knatt­leiks­sam­band Noregs, NHF lýsti því yfir að þeir myndi borga ef leik­menn þeirra yrðu sektaðir fyrir klæðnaðinn.
„Það mikil­vægasta er að hafa búnað sem í­þrótta­menn eru sáttir við,“ sagði Kare Geir Lio, yfir­maður NHF við frétta­stofu AFP.

NHF sendi frá sér stuðnings­kveðjur til leik­manna eftir að sektin barst, „Við erum mjög stolt af þessum stelpum sem stóðu upp fyrir sjálfum sér.“
„Við hjá NHF stöndum með ykkur og styðjum ykkur. Saman munum við halda á­fram að berjast fyrir því að breyta reglum um fatnað, svo að leik­menn geti spilað í fötum sem þeir eru sáttir við.“

Fyrir meistara­mótið leitaði Noregur til EHF, til að biðja um leyfi að spila í stutt­buxum. Þeim var tjáð að það væri brot á reglum og gætu átt fyrir höndum sekt vegna brota á reglum.
Norð­menn lögðu fram til­lögu um breytingar á nú­verandi reglum þar sem sumum leik­mönnum finnst bikiníið vera bæði niður­lægjandi og ó­praktískt.

Menningar- og í­þrótta­mála­ráð­herra Noregs, Abid Raja, tísti eftir úr­skurðinn á mánu­dag: „Það er alveg fá­rán­legt - við­horfs­breytingar er þarfar og í­halds­sömum al­þjóð­legum í­þrótta­heimi.“

For­seti norska blak­sam­bandsins, Eirik Sor­dahl, var líka gagn­rýninn og sagði við inn­lendar frétta­stofur NTB: "Árið 2021 ætti þetta ekki að vera vanda­mál."