Knatttspyrnumaðurinn Finnur Tóm­as Pálma­son hefur verið kynntur til leiks sem nýr leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping en félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga.

Finn­ur Tómas, sem er 19 ára gamall miðvörður, var keyptur til Norrköping frá KR en þar hefur hann verið í lykilhlutverki í hjarta varnarinnar undanfarin tvö ár.

„Við erum að fá til okkar ungan leikmann sem hefur leikið vel með aðalliði KR og orðið landsmeistari með liðinu. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni. Við erum spenntir að byrja að vinna með honum," seg­ir Rik­ard Norling þjálf­ari Norr­köp­ing á heimasíðu fé­lags­ins.

„Þetta er spennandi skref fyrir mig og ég er ánægður með að hafa samið við Norrköping. Þetta er félag sem hafa haft marga íslenska leikmenn innanborðs og þeir tala vel um félagið. Ég hlakka til að byrja að æfa með liðinu og vonast til þess að geta bætt leik min hér," seg­ir Finn­ur Tómas um vistaskiptin.