Fótbolti

Norrköping heldur áfram að leita upp á Akranes

Skagamennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson hafa gengið til liðs við sænska liðið Norrköping frá ÍA.

Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eftir æfingu hjá Norrköping. Ljósmynd/ÍA

Ísak Bergmann er 15 ára gamall, en hann spilaði einn leik fyrir meistaraflokk ÍA í Inkasso-deildinni síðasta sumar. Hann hefur leikið sjö leiki með U-17 ára landsliði Íslands þar sem hefur skorað sjö mörk og sjö leiki með U-16 ára landsliðinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Oliver sem er 16 ára gamall hefur sömuleiðis spilað einn leik með meistaraflokki ÍA, en það gerði hann í Inkasso-deildinni í sumar. Hann á að baki einn leik með U-18 ára landsliði Íslands, sjö leiki með U-17 ára landsliðinu þar sem hann skoraði eitt mark og þrjá leiki með U-16 ára landsliðinu.

Ísak Bergmann og Oliver eru að fylgja í fótspor Arnórs Sigurðssonar sem gekk ungur til liðs við Norrköping og fór svo til CSKA Moskvu fyrr á þessu ári. Guðmundur Þórarinsson og Alfons Sampsted eru svo á mála hjá sænska liðinu.

Þá léku Skaga­menn­irn­ir Garðar Gunn­laugs­son og Stefán Þórðar­son með Norr­köp­ing á árum áður. 

Einnig hafa Arnór Ingvi Traustason, Jón Guðni Fjóluson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Birk­ir Krist­ins­son, Guðmund­ur Viðar Mete, Þórður Þórðar­son og Gunn­ar Þór Gunn­ars­son leikið með sænska liðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing