Jóhann Árni Ólafsson er forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkurbæjar og í samtali við Fréttablaðið segir hann sóðaskapinn í kringum niktótínpúðana minna á sóðaskap sem hefur fylgt tyggjónotkun einstaklinga.

Í svari frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar við erindi Jóhanns segir að: ,,Forstöðumenn hafi heimild til að setja reglur í sínum stofnunum en styður tillögu forstöðumanns íþróttamannvirkja að banna notkun púðanna á íþróttasvæðinu."

Jóhann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að banna notkun nikótínpúða í íþróttamannvirkjum bæjarins en það sé í skoðun.