Tuttugu og fjögurra daga gamalt hjóna­band Mi­caelu Mesquita við fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­mann Brasilíu í knatt­spyrnu, Adriano, er sagt í molum eftir að sá síðar­nefndi hvarf í tvo daga til þess að fylgjast með HM í Katar án þess að láta hvorki kóng né prest vita af fyrir­ætlunum sínum.

Greint er frá mála­vendingum í EXTRA í dag þar sem segir að hjónin Mi­caela og Adriano hafi rifist heiftar­lega í kjöl­far hvarfs hans, nú sé skilnaður á næsta leiti.

Adriano er sagður hafa ekið til Vila Cruzeiro í Rio de Janeiro í Brasilíu til þess að hitta vini sína og horfa á leik Brasilíu og Sviss í sjón­varpinu með þeim. Hann hafi eytt tveimur dögum í Vila Cruzeiro áður en hann sneri aftur heim til Mesquita.

Nú hefur Mesquita eytt öllum Insta­gram færslum sínum þar sem hún sést með Adriano og gerist það að­eins nokkrum vikum eftir að þau giftu sig.

Hins vegar er það ekki nýtt af nálinni að parið rífist og haldi í sitt­hvora áttina, það er sagt hafa gerst fimm sinnum áður en alltaf enda þau aftur saman. Nú er spurning hvort það sé til fram­búðar.

Adriano lék á sínum at­vinnu­manna­ferli í knatt­spyrnu með fé­lags­liðum á borð við Inter Milan og Roma. Þá á hann að baki 48 A-lands­leiki fyrir Brasilíu.

Vafa­söm hegðun Adriano hefur áður komið honum í fréttirnar en árið 2015 var hann sagður hafa keypt sér þjónustu 18 vændis­kvenna fyrir um 13 þúsund pund, því sem jafn­gildir rúmum 2,2 milljónum ís­lenskra króna.

Það er hann sagður hafa gert til þess að reyna jafna sig á fé­lags­skiptum til franska liðsins Le Havre sem gengu ekki í gegn.