Stjórn Í­þrótta­banda­lags Reykja­víkur hvetur borgar­yfir­völd til þess að leggja til aukið fjár­magn svo hægt sé að lengja opnunar­tíma frjáls­í­þrótta­hallarinnar í Laugar­dal.

Nokkurrar ó­á­nægju gætir meðal for­svars­fólks frjáls­í­þróttar­fé­laganna í borginni vegna bágrar stöðu er varðar að­stöðuna í Reykja­vík saman­borið við Hafnar­fjörð og telur for­svars­fólkið að á­standið hafi haft tals­verð á­hrif á að nokkur fjöldi frjáls­í­þróttar­fólks hefur skipt úr fé­lögum í Reykja­vík yfir í FH í Hafnar­firði.

Þetta kemur fram í bréfi ÍBR sem lagt var fyrir borgar­ráð vegna frjáls­í­þróttar­hallar.

Sam­kvæmt samningi borgar og rekstrar­aðila er frjáls­í­þróttar­höllin opin síð­degis og fram á kvöld virka daga auk hluta dags um helgar í 8 mánuði á ári.

,,Nokkurrar ó­á­nægju gætir hjá for­svars­fólki frjáls­í­þróttar­fé­laganna þar sem að­staðan í Laugar­dals­höll stendur ekki til boða í sama mæli og frjáls­í­þrótta­salurinn í Hafnar­firði. Að mati þeirra hefur þetta tals­verð á­hrif á nokkur fjöldi frjáls­í­þrótta­fólks úr fé­lögunum í Reykja­vík hefur skipt yfir til FH," segir í bréfi ÍBR til skrif­stofu borgar­stjórnar sem lagt var fyrir borgar­ráð þann 20. maí síðast­liðinn.

Það er von stjórnar ÍBR að mögu­legt sé að tryggja fjár­magn til að auka opnunar­tíma í frjáls­í­þrótta­höllinni í Laugar­dal þannig hægt sé að lengja vetrar­tíma­bilið um einn mánuði, út maí og gefa keppnis­fólki fé­laganna tæki­færi til æfinga á daginn.

Bréf ÍBR til skrif­stofu borgar­stjórnar sem lagt var fyrir borgar­ráð má sjá hér.