Íslenski boltinn

Nokkuð margir tæpir fyrir mánudaginn

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sýndi einkar góða frammistöðu þegar liðið gerði 2-2 jafntelfi gegn ríkjandi heimsmeisturum, Frakklandi, í vináttulandsleik liðanna í Guingamp í gærkvöldi. Eftir leikinn eru nokkrir leikmenn tæpir fyrir næsta leik liðsins.

Birkir Már Sævarsson var tekinn af velli undir lok leiks Íslands gegn Frakklandi í gærkvöldi. Fréttablaðið/Getty

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu heldur í leik gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA á mánudaginn kemur með góða frammistöðu í 2-2 jafntefli sínu í vináttulandsleik gegn Frakklandi í farteskinu. 

Leikmenn liðsins taka einnig með sér meiðsli og eymsli úr leiknum gegn ríkjandi heimsmeisturum. Nokkrir leikmenn íslenska liðsins verða annað hvort frá vegna meiðsla sinna eða eru tæpir vegna eymsla sinna. 

Guðlaugur Victor Pálsson tognaði aftan í læri í leiknum í gærkvöldi og verður fjarri góðu gamni í leiknum á mánudaginn kemur. 

Þá var Rúnar Alex Rúnarsson tekinn af velli vegna bakmeiðsla sinna í hálfleik og Birkir Már Sævarsson undir lok leiksins vegna stífleika aftan í læri. Þeir verða mögulega klárir í slaginn í tæka tíð fyrir leikinn á mánudaginn. 

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi íslenska liðsins í gær vegna hnémeiðsla sinna og Sverrir Ingi Ingason var sömuleiðis ekki í hópnum vegna veikinda sinna. 

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Íslands, en hann er að ná sér eftir að hafa glímt við meiðsli í lær- og rassvöðva. 

Líklegt þykir að Emil, Sverrir Ingi og Hörður Björgvin verði orðnir klárir og heilir heilsu eftir helgina og geti tekið þátt í leiknum gegn Sviss. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Íslenski boltinn

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Íslenski boltinn

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

Mæta Spáni í HM-umspili

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Auglýsing