Eigin­konur Jack Greal­ish og Harry Maguire, lands­liðs­manna Eng­lands í knatt­spyrnu eru sagðar hafa flúið skemmti­ferða­skip sem fjöl­skyldu­með­limir leik­manna hafa haldið til í á meðan Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu í Katar fer fram. Fleiri hafi fylgt for­dæmi þeirra í kjöl­farið en mikil ó­á­nægja ríkir með dvölina í skipinu.

Greint er frá málinu í breskum miðlum í dag en eigin­konurnar eru sagðar hafa fengið nóg af hegðun stuðnings­manna Eng­lands undir lok dvalarinnar en einhverjir þeirra héldu einnig til á skipinu.

Alltaf hafi verið ljóst að fjölskyldumeðlimir myndu ekki dvelja allt mótið á skemtiferðarskipinu en dvölin hafi hins vegar staðið skemur yfir en vonir stóðu til.

Meðal annars hafi upp­á­komur sem tengist þvag­láti stuðnings­manns af fimmtu hæð skipsins niður í and­dyri þess. Þá hafi há­værar heimkomur stuðnings­manna í skipið eftir partý­stand í Katar orðið til þess að margir hafi látið gott heita af veru sinni í skipinu.

Fjöl­skyldu­með­limir leik­manna eru sagðir ó­á­nægðir með dvölina í skipinu, þá hafi margir upp­lifað hálfgerða ein­angrun með því að vera í skipinu úti á sjó rétt fyrir utan strendur Katar.

Fjölskyldumeðlimir haldi nú til á hóteli í Katar.