Körfubolti

Njarðvíkingar með öruggan sigur á meisturunum

Njarðvík lagði grunninn að sigri á Íslandsmeisturum KR með frábærum fyrri hálfleik.

Maciek Baginski skoraði 17 stig fyrir Njarðvík. Fréttablaðið/Ernir

Njarðvík vann öruggan sigur á Íslandsmeisturum KR, 85-67, í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína á tímabilinu.

Með sigrinum jafnaði Njarðvík Tindastól og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. KR er áfram með átta stig.

Njarðvíkingar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 25 stigum að honum loknum, 52-27. KR-ingar rönkuðu við sér í seinni hálfleik en náðu aldrei að ógna forskoti heimamanna. Á endanum munaði 18 stigum á liðunum, 85-67.

Stigaskorið dreifðist vel hjá Njarðvíkingum. Fjórir leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira. Mario Matasovic var stigahæstur með 24 stig. Maciek Baginski skoraði 17 stig.

Julian Boyd var atkvæðamestur KR-inga með 25 stig og 13 fráköst. Pavel Ermolinskij lék sinn fyrsta leik með KR á tímabilinu. Hann var rekinn út úr húsi í 3. leikhluta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Hilmar Smári tryggði Haukum sigurinn

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækir í tvo öfluga leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing