Körfubolti

Njarðvíkingar með öruggan sigur á meisturunum

Njarðvík lagði grunninn að sigri á Íslandsmeisturum KR með frábærum fyrri hálfleik.

Maciek Baginski skoraði 17 stig fyrir Njarðvík. Fréttablaðið/Ernir

Njarðvík vann öruggan sigur á Íslandsmeisturum KR, 85-67, í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína á tímabilinu.

Með sigrinum jafnaði Njarðvík Tindastól og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. KR er áfram með átta stig.

Njarðvíkingar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 25 stigum að honum loknum, 52-27. KR-ingar rönkuðu við sér í seinni hálfleik en náðu aldrei að ógna forskoti heimamanna. Á endanum munaði 18 stigum á liðunum, 85-67.

Stigaskorið dreifðist vel hjá Njarðvíkingum. Fjórir leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira. Mario Matasovic var stigahæstur með 24 stig. Maciek Baginski skoraði 17 stig.

Julian Boyd var atkvæðamestur KR-inga með 25 stig og 13 fráköst. Pavel Ermolinskij lék sinn fyrsta leik með KR á tímabilinu. Hann var rekinn út úr húsi í 3. leikhluta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Hilmar Smári tryggði Haukum sigurinn

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing