Frábær vörn Njarðvíkinga skilaði liðinu langþráðum sigri á Val eftir fjóra tapleiki í röð þar á undan í Dominos-deild karla.

Þetta var annað tap Vals í röð í Dominos-deildinni en með sigrinum lyftir Njarðvík sér upp í tíunda sætið.

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik þar sem báðar varnir léku vel og var staðan 36-35 fyrir Val í hálfleik.

Njarðvíkingar skelltu í lás í seinni hálfleik og settu Valsmenn aðeins niður sautján stig í seinni hálfleik gegn 42 stigum frá Njarðvík.