Það kunngjörðist rétt í þessu hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla og kvenna í knattspyrnu en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Kvennamegin vekur leikur Þórs/KA og Vals mesta athygli en Tindastóll og ÍA sem leika í 1. deildinni mæta KR annars vegar og Fylki hins vegar.

Hjá körlunum eru þrír úrvalsdeildarslagir og svo sækja Njarðvíkingar sem eru eina liðið sem eftir er í keppninni KR-inga heim.

Þessi lið mætast í átta liða úrslitum í kvennaflokki:

Þór/KA - Valur

KR - Tindastóll

Selfoss - HK/Víkingur

ÍA - Fylkir

Leikirnir fara fram dagana 28. - 29. júní.

Þessi lið mætast í átta liða úrslitum í karlaflokki:

Breiðablik - Fylkir

KR - Njarðvík

ÍBV - Víkingur R.

FH - Grindavík

Leikirnir fara fram dagana 26. - 27. júní