Njarðvík greindi frá því í dag að félagið hafi samið við Nicolás Richotti um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð.

Richotti, sem leikur í stöðu leikstjórnanda, kemur til Njarðvíkur frá Palencia í næst efstu deild Spánar.

Nicolás er með góða ferilsrká en á henni er meðal annars sigur í Meistaradeild Evrópu með Tenerife þar sem hann var lengi vel fyrirliði liðsins þegar liðið lék í spænsku efstu deildinni. Þá á hann leiki fyrir argentínska landsliðið.

Benedikt Rúnar Guðmundsson tók við stjórnartaumunum hjá Njarðvíkurliðinu síðastliðið vor og er hann farinn að móta lið sitt fyrir átökin í vetur.