Körfubolti

Njarðvík eitt á toppnum eftir háspennu í Keflavík

Njarðvík náði tveggja stiga forskoti á toppi Domino's-deildar karla í körfubolta eftir 88-85 sigur sinn gegn Keflavík í hörkuspennandi leik liðanna í 12. umferð deildarinnar í kvöld.

Elvar Már Friðriksson var gulls ígildi fyrir Njarðvík gegn Keflavík í kvöld. Fréttablaðið/Anton

Keflavík og Njarðvík áttust við í nágrannaslag í 12. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn var Njarðvík jafnt Tindastóli með 20 stig á toppi deildarinnar á meðan Keflavík var ásamt Stjörnunni og KR í þriðja til fimmta sæti með 16 stig. 

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en heimamenn voru tveimur stigum yfir 24-22 þegar þeim leikhlua lauk. Öflugur lokasprettur Njarðvíkur í öðrum leikhluta leiddi hins vegar til þess að gestirnir voru 50-35 yfir í hálfleik. 

Keflvíkingar tóku sig hins vegar saman í andlitinu í þeim þriðja og forysta Njarðvíkur var komin niður í fjögur stig fyrir loka leikhlutann, en staða var 64-60 Njarðvík í vil. Mikil spenna var svo allt til loka leiksins, en þegar upp var staðið fór Njarðvík með 88-85 sigur af hólmi.

Elvar Már Friðrikssson leikstjórnandi Njarðvíkur var ansi drjúgur á lokakafla leiksins og átti ríkan þátt í að tryggja nauman sigur liðsins. 

Keflavík: Michael Craion 34/11 fráköst, Mindaugas Kacinas 20/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 10/5 fráköst, Reggie Dupree 2, Magnús Már Traustason 2, Mantas Mockevicius 2.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 32/12 fráköst, Jeb Ivey 17, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Mario Matasovic 8/8 fráköst, Julian Rajic 6/4 fráköst, Kristinn Pálsson 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 3/4 fráköst.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti

Unnu síðustu sex mínúturnar 22-0

Auglýsing

Nýjast

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing