Sport

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Nýja HM lagið kom út í dag. Aðeins eru 20 dagar í að keppnin hefjist. Það er því nægur tími til að læra lagið utan að áður en keppnin hefst.

Aðeins eru 20 dagar í að Hm hefjist

Í dag kom út opinbera HM lagið fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Rússlandi. Keppnin hefst eftir 20 daga og er rík hefð fyrir því að sérstakt lag sé búið til fyrir keppnina.

Lagið er í flutningi tónlistarfólksins Nicky Jam, Will Smith, Era Istrefi og Diplo. Lagið heitir „Live it up“ sem gæti verið þýtt sem „Lifðu lífinu“. 

Sjá einnig: Will Smith flytur HM lagið 2018

Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan. 

Áður hafa Shakira, Ricky Martin, Jennifer Lopes og Pitbull sungið HM lögin. Hér að neðan, til upprifjunar, er samantekt sem tekin var saman af Andreas Diaz á Youtube á öllum HM lögunum sem hafa komið út frá því árið 1982. 

Þar virðist þó vera einhver ruglingur á laginu sem er sýnt í myndskeiðinu fyrir árið 2018. Rétta lagið, er eins og fyrr segir, hér að ofan í flutningi Nicky Jam, Will Smith, Era Istrefi og Diplo.

FIFA tilkynnti um útgáfuna fyrr í dag á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

22 dagar í fyrsta leik Íslands á HM

Fótbolti

Styttist í að ég geti farið að æfa af fullum krafti

Handbolti

Íslandi dugar jafntefli í dag

Auglýsing

Nýjast

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Auglýsing