Handbolti

Níu sektaðir fyrir að dreifa nektarmyndum

Níu karlar hafa fengið sekt upp á 10.000-15.000 norskar krónur fyrir að dreifa nektarmyndum af norsku landsliðskonunni Noru Mørk.

Noru Mørk hefur verið í hópi bestu handboltakvenna heims undanfarin ár. Fréttablaðið/Getty

Níu hafa verið sektaðir fyrir að dreifa nektarmyndum af af norsku handboltakonunni Noru Mørk.

Á síðasta ári brutust óprúttnir aðilar inn í farsíma Mørk og stálu þaðan viðkvæmum myndum. Þær fóru síðan í dreifingu.

Þeir sem sektaðir voru eru frá táningsaldri til fertugs. Þeir fengu 10.000-15.000 norskar krónur í sekt.

Fimmtán voru kærðir fyrir að hafa dreift myndunum af Mørk. Mál gegn tveimur þeirra var látið niður falla en fjórir eru enn til rannsóknar.

Mørk var afar ósátt við hvernig hæstráðendur hjá norska handknattleikssambandinu tóku á máli hennar og íhugaði að hætta að gefa kost á sér í norska landsliðið. Umræddar myndir af Mørk gengu m.a. manna á milli innan norska karlalandsliðsins.

Mørk, sem er 26 ára, hefur leikið undir stjórn Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu undanfarin átta ár. Hún hefur einu sinni orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Þá var hún í bronsliði Noregs á Ólympíuleikunum 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

HM-hópurinn valinn í dag

Handbolti

Salah valinn leikmaður mánaðarins

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Auglýsing