Níu félög hafa sent knattspyrnusambandi Íslands, KSÍ, samiginlega áskorun um að klára keppni á Íslandsmótunuum í haust.

Heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrr í dag að æfinga- og keppnisbann verði sett um allt land eftir helgi og mun bannið gilda næstu tvær til þrjár vikurnar.

Samkvæmt bráðabirgðarreglugerð sem KSÍ setti vegna kórónaveirufaraldursins í sumar skal ljúka Íslandsmótinu eigi síðar en 1. desember næstkomandi.

Fram kom í frétt Austurfrétt fyrr í þessari viku að Einherji, Fjarðabyggð og Höttur/Huginn hafi sent KSÍ beiðni um að hætt verði leik á Íslandsmótunum á þessum tímapunkti og reglan um hlutfallsstigafjölda sem sett var í fyrrnefnda reglugerð látin gilda um niðurstöðu mótanna.

Félögin níu sem standa saman að áskorunni til KSÍ um að klára Íslandsmótið telja hins vegar sanngjörnustu lokaniðurstöu fyrir öll félög.

Yfirlýsingu félaganna níu um áskorunina sem þau sendu KSÍ má lesa hér að neðan: 

Eftirfarandi félög hvetja KSÍ að halda Íslandsmótum í knattspyrnu áfram til 1. desember n.k. Skoðun okkar er að það á að klára öll mót svo að allir njóti sanngjarnrar lokaniðurstöðu.

Hreyfingin mun bera mikinn skaða af því að hlusta eingöngu á raddir félaga sem halda uppi áróðri í fjölmiðlum um bestu niðurstöðu sinna félaga í öllum deildum Íslandsmótsins.

Í reglugerð KSÍ um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19) segir í gr. 4.4. Öllum leikjum í Íslandsmótum skal vera lokið eigi síður en 1. desember 2020 og verður einstökum leikjum eða mótum meistaraflokka ekki frestað aftur fyrir þann tíma.

Félög sem senda þessa yfirlýsingu eru:
Álftanes
Fram
Haukar
Leiknir F
Magni
Njarðvík
Víðir
Vængir Júpíters
Þróttur V