Níu íslensk knattspyrnufélög hafa óskað því við knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, að sambandið veiti þeim styrk til þess að bregðast við ástandinu vegna kórónaveirufaraldursins sem gengur yfir heiminn þessa stundina.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðins óska félögin eftir því að félögin sem tilheyra íslenskum toppfótbolta fái 200 milljónir sem dreifast myndi á milli félaganna.

Áður hefur verið greint frá því að KSÍ hafi ákveðið að flýta greiðslu vegna sjónvarpsréttarsamninga en samkvæmt samningi átti að greiða það út 1. júní en var það gert þess í stað nú í aprílbyrjun.

Þá hefur gjalddaga ferðaþátttökugjalds verið frestað um óákveðinn tíma og aðrar leiðir eru til skoðunar þessa dagana hjá KSÍ til þess að létta undir með félögunum í landinu.