Sport

Níu ár frá síðasta leik Englands og Króatíu

Tæp níu ár eru síðan England og Króatía mættust inn á knattspyrnuvellinum en leikur liðanna í kvöld er níunda viðureignin á milli Króatíu og Englands frá því að Króatía fékk sjálfstæði árið 1991.

Modric reynir að stöðva Steven Gerrard síðast þegar liðin mættust en Gerrard skoraði tvö þann daginn. Fréttablaðið/Getty

Tæp níu ár eru síðan England og Króatía mættust inn á knattspyrnuvellinum en leikur liðanna í kvöld er níunda viðureignin á milli Króatíu og Englands frá því að Króatía fékk sjálfstæði árið 1991.

Hafa þau aðeins mæst einu sinni á lokakeppni stórmóts en það var í Portúgal árið 2004. Ungstirnið Wayne Rooney skoraði tvívegis þann daginn þegar England vann 3-2 sigur og komst upp úr riðlinum en skyldi um leið Króatíu eftir.

Mættust liðin í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2008 sem og Heimsmeistaramótið 2010. Króatía gerði endanlega út um vonir Englands um að komast á EM 2008 en Englendingar hefndu fyrir það tveimur árum síðar þegar England vann 5-1 sigur sem hleypti Úkraínu upp fyrir Króatana.

Mörkin úr þeim leik má sjá hér neðst í fréttinni.

Fór sá leikur fram í byrjun september 2009 og skoruðu Frank Lampard, Steven Gerrard og Wayne Rooney mörk Englands í stórsigri Englands á Wembley en Eduardo náði að minnka muninn fyrir Króata.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing