HM 2018 í Rússlandi

Níu ár frá síðasta leik Englands og Króatíu

Tæp níu ár eru síðan England og Króatía mættust inn á knattspyrnuvellinum en leikur liðanna í kvöld er níunda viðureignin á milli Króatíu og Englands frá því að Króatía fékk sjálfstæði árið 1991.

Modric reynir að stöðva Steven Gerrard síðast þegar liðin mættust en Gerrard skoraði tvö þann daginn. Fréttablaðið/Getty

Tæp níu ár eru síðan England og Króatía mættust inn á knattspyrnuvellinum en leikur liðanna í kvöld er níunda viðureignin á milli Króatíu og Englands frá því að Króatía fékk sjálfstæði árið 1991.

Hafa þau aðeins mæst einu sinni á lokakeppni stórmóts en það var í Portúgal árið 2004. Ungstirnið Wayne Rooney skoraði tvívegis þann daginn þegar England vann 3-2 sigur og komst upp úr riðlinum en skyldi um leið Króatíu eftir.

Mættust liðin í undankeppninni fyrir Evrópumótið 2008 sem og Heimsmeistaramótið 2010. Króatía gerði endanlega út um vonir Englands um að komast á EM 2008 en Englendingar hefndu fyrir það tveimur árum síðar þegar England vann 5-1 sigur sem hleypti Úkraínu upp fyrir Króatana.

Mörkin úr þeim leik má sjá hér neðst í fréttinni.

Fór sá leikur fram í byrjun september 2009 og skoruðu Frank Lampard, Steven Gerrard og Wayne Rooney mörk Englands í stórsigri Englands á Wembley en Eduardo náði að minnka muninn fyrir Króata.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

HM 2018 í Rússlandi

Lovren: Frakkar spiluðu ekki fótbolta

HM 2018 í Rússlandi

Tóku Macron í dab-kennslu­stund í klefa eftir leik

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing