Nike og Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, komust í gær að samkomulagi um að hefja samstarf að nýju og er því von á nýjum skóm frá Nike úr vörulínu Kobe Bryant sem var gefin út um árabil.
Vanessa sleit samstarfinu við Nike á síðasta ári þegar Nike var ekki tilbúið að bjóða fjölskyldunni lístíðarsamning líkt og Michael Jordan og LeBron James sömdu um.
Kobe Bryant Estate and Nike have reached deal to continue a partnership, Vanessa Bryant announces. Nike is donating 100 percent of net proceeds of Gianna Bryant’s shoes to Mamba and Mambacita Sports Foundation – and sides will establish a youth basketball center in Southern Cali.
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 24, 2022
Skólína Kobe Bryant er ein sú vinsælasta í NBA-deildinni og verður henni viðhaldið til að heiðra minningu Kobe og dóttur hans, Gigi en feðginin létust í þyrluslysi snemma árs 2020.
Í færslu sem Vanessa deildi á samskiptamiðla sína kemur fram að allur ágóði af sölunni renni til góðgerðarstofnunarinnar Mamba and Mambacita Sports Foundation.