Najila Trindade sem fyrr á þessu ári kærði brasilíska knattspyrnumanninn Neymar um nauðgun og fyrrverandi kærasti hennar hafa verið kærð fyrir fjársvik.

Brasilíska fyrirsætan verður sótt til saka fyrir rangar sakargiftir, fjársvik og fjárkúgun. Estivens Alves fyrrverandi kærasti Najilu verður kærð fyrir hlutfdeild í brotum hennar.

Auk þess sem Estiviens verður látinn svara til saka fyrir að hafa dreift kynferðislegu myndefni án samþykkis Neymar.

Najila kærði Neymar fyrir nauðgun en atvikið átti sér stað í hótelherbergi í París í maí fyrr á þessu ári. Neymar hefur neitað sök í málinu og segir að samfarir þeirra hafi verið með fullu samþykki beggja aðila.

Málið á hendur Neymar var látið niður falla í júlí í sumar þar sem lögreglan í Sao Paulo sagði skort á sönnunargögnum sem bentu til sakfellingar.

Meðal annars sagði saksóknarinn í Sao Paulo að Najila hafi ekki skilað inn myndskeiði sem hún kvaðst hafa í fórum sínum og átti að sýna fram á líkamlegt ofbeldi Neymar í garð hennar í aðdraganda samfaranna.