Enski boltinn

Neymar hefur áhuga á því að spila á Englandi

Neymar svaraði spurningum aðdáenda á Youtube-síðu sinni í dag þar sem hann sagðist stefna að því að spila einn daginn á Englandi og í bandarísku MLS-deildinni.

Neymar hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár. Fréttablaðið/Getty

Brasilíska stórstjarnan Neymar svaraði spurningum aðdáenda á Youtube-síðu sinni í dag þar sem hann sagðist stefna að því að spila einn daginn á Englandi og í bandarísku MLS-deildinni.

Neymar er afar virkur á samfélagsmiðlunum og tók við spurningum á Youtube í dag.

Meðal þeirra sem komu að spurningum voru Benjamin Mendy, bakvörður Manchester City og David Beckham, eigandi Inter Miami og goðsögn í knattspyrnuheiminum.

Mendy spurði hvort að Neymar myndi spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn og virtist Neymar vera hrifinn af hugmyndinni.

„Það er erfitt að segja hvað framtíðin ber í skauti með sér en enska úrvalsdeildin er ein sterkasta deild heims og bestu leikmenn heims vilja spila einn daginn á Englandi. Vonandi verður þú ennþá þar þegar ég kem,“ sagði hann og lofaði Beckham að semja við liðið hans einn daginn.

„Það er pottþétt David! Ég kem til Miami, í borgina þína og liðið þitt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing