Joachim Löw er mættur á neyðarfund með forráðamönnum þýska knattspyrnusambandsins þar sem framtíð hans sem landsliðsþjálfari verður meðal annars rædd eftir vonbrigði síðustu ára.

Löw hefur legið undir gagnrýni undanfarin ár enda ekki tekist að fylgja eftir heimsmeistaratitlinum sem vannst undir hans stjórn á HM 2014.

Á dögunum fékk þýska liðið flengingu frá Spánverjum sem unnu 6-0 sigur á Þýskalandi í Þjóðadeild UEFA. Það var stærsta tap Þjóðverja í tæp nítíu ár.

Löw hefur stýrt þýska landsliðinu í fjórtán ár og er með samning út HM 2022 en mun ræða framtíð sína með landsliðið á fundinum í dag samkvæmt heimildum Sky í Þýskalandi.

Í síðustu 32 leikjum hefur Þýskaland aðeins fagnað sigri fjórtán sinnum eða tæplega helming leikjanna sem þykir ekki ásættanlegur árangur þar á bæ.