Segir í fréttinni að verið sé að semja um starfslok, ljóst er að Solskjær fær væna summu í sinn vasa. Hafði norski stjórinn skrifað undir nýjan samning við félagið í sumar.

United tapaði 4-1 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gengi liðsins hefur verið afar slakt undanfarnar vikur.

Solskjær hefur verið stjóri United í tæp þrjú ár, hann byrjaði vel í starfi en í haust hefur hallað hressilega undan fæti.

Stjórn United skoðar nú næstu skref en Zinedine Zidane og Brendan Rodgers eru mest orðaðir við starfið.