Enski boltinn

Tottenham marði sigur gegn Newcastle

Tottenham Hotpsur er komið á bragðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðið hafði betur, 2-1, gegn Newcastle United í fyrstu umferð deildarinnar á St. James' Park í dag.

Eric Dier og Harry Kane fagna með Dele Alli sem skoraði seinna mark Tottenham Hotspur.

Tottenham Hotspur bar sigurorð af Newcastle United með tveimur mörkum gegn einu í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. 

Fyrri hálfleikur var einkar fjörugur, en þrjú mörk litu þar dagsins ljós á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. 

Jan Verthongen kom Tottenham Hotspur yfir með skalla af stuttu færi, en marklínutæknin aðstoðaði dómarann við að meta það hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna í marki belgíska miðvarðarins. 

Heimamann bitu hins vegar frá sér skömmu síðar og spænski framherjinn Joselu sneiddi hnitmiðaða fyrirgjöf Matt Ritchie framhjá Hugo Lloris og í fjærhornið. 

Sjö mínútum síðar var Dele Alli búinn að ná forystunni á nýjan leik fyrir gestina. Þar kom þriðja skallamarkið í leiknum, en Alli stangaði fyrirgjöf Serge Aurier í netið. 

Leikmenn Newcastle United hefðu hæglega getað jafnað metin, en þeir skutu boltanum tvívegis í tréverkið á marki Tottenham Hotspur í seinni hálfleik.

Fyrst Mohamed Diamé sem skaut í stöngina í upphafi síðari hálfleiks og síðan hafnaði skot Salomon Rondon, sem kom frá WBA í vikunni, í þverslánni undir lok leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool með fullt hús stiga

Enski boltinn

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing

Nýjast

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Auglýsing