Fótbolti

Tottenham marði sigur gegn Newcastle

Tottenham Hotpsur er komið á bragðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en liðið hafði betur, 2-1, gegn Newcastle United í fyrstu umferð deildarinnar á St. James' Park í dag.

Eric Dier og Harry Kane fagna með Dele Alli sem skoraði seinna mark Tottenham Hotspur.

Tottenham Hotspur bar sigurorð af Newcastle United með tveimur mörkum gegn einu í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. 

Fyrri hálfleikur var einkar fjörugur, en þrjú mörk litu þar dagsins ljós á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. 

Jan Verthongen kom Tottenham Hotspur yfir með skalla af stuttu færi, en marklínutæknin aðstoðaði dómarann við að meta það hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna í marki belgíska miðvarðarins. 

Heimamann bitu hins vegar frá sér skömmu síðar og spænski framherjinn Joselu sneiddi hnitmiðaða fyrirgjöf Matt Ritchie framhjá Hugo Lloris og í fjærhornið. 

Sjö mínútum síðar var Dele Alli búinn að ná forystunni á nýjan leik fyrir gestina. Þar kom þriðja skallamarkið í leiknum, en Alli stangaði fyrirgjöf Serge Aurier í netið. 

Leikmenn Newcastle United hefðu hæglega getað jafnað metin, en þeir skutu boltanum tvívegis í tréverkið á marki Tottenham Hotspur í seinni hálfleik.

Fyrst Mohamed Diamé sem skaut í stöngina í upphafi síðari hálfleiks og síðan hafnaði skot Salomon Rondon, sem kom frá WBA í vikunni, í þverslánni undir lok leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing