Enska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta Newcastle United hefur lagt fram 12 milljón punda kauptilboð í sóknartengiliðilinn Jesse Lingard, leikmann Manchester United.

Lingard er samkvæmt enskum fjölmiðlum spenntari fyrir því að vera lánaður út yfirstandandi leiktíð en að vera seldur frá Manchester United. Samingur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Eigendur Newcastle United leita nú leiða til þess að styrkja leikmannahóp sinn enn frekar en félagið hefur nú þegar keypt enska landsliðsbakvörðinn Kieran Trippier og nýsjálenska framherjann Chris Wood.

Lingard og samherjar hans hjá Manchester United mæta West Ham United í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 í dag en Lingard lék vel sem lánsmaður hjá Hömrunum seinni hluta síðasta keppnistímabils.