Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, staðfesti í dag að félagið myndi ferðast til Sádi Arabíu í stutta æfingaferð eftir leikinn gegn Leeds um helgina, nokkrum mánuðum eftir að félagið var keypt af fjárfestingasjóð í eigu sádi-arabíska ríkisins.
Eftir leikinn gegn Leeds um helgina er Newcastle komið í tveggja vikna frí þar sem framundan er vetrarfrí og leikir í ensku bikarkeppninni.
Mannréttindasamtök hafa sakað yfirvöld í Sádi-Arabíu um að stunda hvítþvott með kaupunum á Newcastle.
Þegar Howe ræddi áætlanir Newcastle á blaðamannafundi í dag sagðist hann eingöngu hugsa um þessa ferð sem möguleika fyrir liðið að æfa saman við bestu mögulegu aðstæður og að hrista saman hópinn.