Brasilíski fótboltamaðurinn Bruno Guimaraes mun undirgangast læknisskoðun í dag og ganga til liðs við Newcastle United fari allt samkvæmt áætlun í þeirri skoðun.

Newcastle United kaupir Guimaraes, sem hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Brasilíu, á 30 milljónir punda frá franska félaginu Lyon.

Arsenal, Manchester United og PSG voru einnig áhugasöm um að kaupa þennan 24 ára gamla leikmann en svo virðist sem Eddie Howe sé að fá styrkingu á leikmannahópi sínum.

Forráðamenn Newcastle United eru hins vegar að gefast upp á að bæta Jesse Lingard við hóp sinn þar sem þeir telja verðið sem þeir þurfa að greiða Manchester United fyrir að fá enska sóknartengiliðinn of hátt.