Íslenski boltinn

Bæði lið hæfilega sátt á Akureyri

KA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í kvöld.

Daníel Hafsteinsson og félagar hans hjá KA gerðu jafntefli gegn FH í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

KA var afar nálægt því að leggja FH að velli þegar liðin mættust í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar 1-1-jafntefli sem gerir lítið fyrir stöðu liðanna í deildinni. 

Það var enski varnarmaðurinn Callum Williams sem kom KA yfir með góðum skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Hallgríms Mars Steingrímssonar um miðbik seinni hálfleiks. 

FH-ingar fengu nokkur fín færi í leiknum, en Aron Elí Gíslason sem stóð í marki KA-manna í stað Cristian Martinez sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla varði allt sem á markið kom þar til vel var komið fram í uppbótartíma leiksins.

Þá fékk færeyski landsliðsmaðurinn Brandur Olsen boltann rétt utan vítateigs KA og lagði boltann laglega í fjærhornið. Mark Brands varð til þess að FH-ingar fóru með eitt stig suður yfir heiðar. Þetta var sjötta deildarmark Færeyingsins í frumraun hans í Pepsi-deildinni. 

FH er áfram í fimmta sæti deildarinnar, nú með 23 stig, en KA er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig. Norðanmenn hefðu getað blandað sér af fullum þunga í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni með sigri í þessum leik, en i staðinn er staða FH í þeirri baráttu áfram ágæt. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Ársmiðasala hefst á þriðjudaginn

Íslenski boltinn

Jón Þór hefur leik gegn Skotlandi

Íslenski boltinn

Gervigrasið á Víkingsvellinum klárt í júní

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing