Íslenski boltinn

Bæði lið hæfilega sátt á Akureyri

KA og FH skildu jöfn, 1-1, þegar liðin áttust við í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í kvöld.

Daníel Hafsteinsson og félagar hans hjá KA gerðu jafntefli gegn FH í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

KA var afar nálægt því að leggja FH að velli þegar liðin mættust í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Greifavellinum á Akureyri í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar 1-1-jafntefli sem gerir lítið fyrir stöðu liðanna í deildinni. 

Það var enski varnarmaðurinn Callum Williams sem kom KA yfir með góðum skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Hallgríms Mars Steingrímssonar um miðbik seinni hálfleiks. 

FH-ingar fengu nokkur fín færi í leiknum, en Aron Elí Gíslason sem stóð í marki KA-manna í stað Cristian Martinez sem var fjarri góðu gamni vegna meiðsla varði allt sem á markið kom þar til vel var komið fram í uppbótartíma leiksins.

Þá fékk færeyski landsliðsmaðurinn Brandur Olsen boltann rétt utan vítateigs KA og lagði boltann laglega í fjærhornið. Mark Brands varð til þess að FH-ingar fóru með eitt stig suður yfir heiðar. Þetta var sjötta deildarmark Færeyingsins í frumraun hans í Pepsi-deildinni. 

FH er áfram í fimmta sæti deildarinnar, nú með 23 stig, en KA er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig. Norðanmenn hefðu getað blandað sér af fullum þunga í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni með sigri í þessum leik, en i staðinn er staða FH í þeirri baráttu áfram ágæt. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fram ræður þjálfara

Íslenski boltinn

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Íslenski boltinn

Skagamenn bæta við sig framherja

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Vignir yfirgefur TTH Holstebro eftir tímabilið

Auglýsing