Manchester United undirbýr sig þessa dagana undir komandi keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Bandaríkjunum. Liðið gerði markalaust jafntefli við bandaríska liðið San Jose Earthquakes þegar liðin mættust í vináttuleik í gærkvöldi. 

José Mourinho, knattsyrnustjóri Manchester United, saknar nokkurra lykilleikmanna sinna, en þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eru í fríi. 

Alexis Sánchez lék þó með liðinu í gær, en hann var fjarri góðu gamni þegar liðið mætti mexíkóska liðinu Club América í síðustu viku þar sem hann var í vandræðum með að komst til Bandaríkjanna vegna papprírsmála.

„Leikmannahópur okkar í þessari ferð samanstendur af leikmönnum sem eru á mismunandi stað í goggunarröðinni. Af þeim sökum er ekki mikill liðsbragur á spilamennsku okkar í þeim leikjum sem við höfum spilað," sagði Mourinho í samtali við MUTV eftir leikinn í gær. 

„Við erum með leikmenn úr aðalliðinu, aðra úr U-23 ára liðinu og nokkra enn yngri úr U-18 ára liðinu. Svo eru hér leikmenn sem voru að koma úr lánstíma og enn aðrir sem við sjáum fram á að lána frá okkur í vetur. Við lítu á þessi leiki sem kröftugar æfinga og erum ekkert að spá í úrslitum leikjanna," sagði Mourinho til nánari útskýringar. 

Næsti leikur Manchester United verður leikinn á Rose Bowl leikvanginum í Kalíforníu aðfaranótt fimmtudags. Manchester United hefur svo leik í ensku úrvalsdeildinni með því að mæta Leicester City föstudaginn 10. ágúst.