Enski boltinn

Mourinho: Ekki komin mynd á liðið okkar

Manchester United gerði markalaust jafntefli í vináttuleik gegn San Jose Earthquakes í gærkvöldi. José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, segir skorta liðsbrag þessa stundina.

José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum í gær. Fréttablaðið/Getty

Manchester United undirbýr sig þessa dagana undir komandi keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Bandaríkjunum. Liðið gerði markalaust jafntefli við bandaríska liðið San Jose Earthquakes þegar liðin mættust í vináttuleik í gærkvöldi. 

José Mourinho, knattsyrnustjóri Manchester United, saknar nokkurra lykilleikmanna sinna, en þeir leikmenn liðsins sem tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar eru í fríi. 

Alexis Sánchez lék þó með liðinu í gær, en hann var fjarri góðu gamni þegar liðið mætti mexíkóska liðinu Club América í síðustu viku þar sem hann var í vandræðum með að komst til Bandaríkjanna vegna papprírsmála.

„Leikmannahópur okkar í þessari ferð samanstendur af leikmönnum sem eru á mismunandi stað í goggunarröðinni. Af þeim sökum er ekki mikill liðsbragur á spilamennsku okkar í þeim leikjum sem við höfum spilað," sagði Mourinho í samtali við MUTV eftir leikinn í gær. 

„Við erum með leikmenn úr aðalliðinu, aðra úr U-23 ára liðinu og nokkra enn yngri úr U-18 ára liðinu. Svo eru hér leikmenn sem voru að koma úr lánstíma og enn aðrir sem við sjáum fram á að lána frá okkur í vetur. Við lítu á þessi leiki sem kröftugar æfinga og erum ekkert að spá í úrslitum leikjanna," sagði Mourinho til nánari útskýringar. 

Næsti leikur Manchester United verður leikinn á Rose Bowl leikvanginum í Kalíforníu aðfaranótt fimmtudags. Manchester United hefur svo leik í ensku úrvalsdeildinni með því að mæta Leicester City föstudaginn 10. ágúst. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Enski boltinn

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Enski boltinn

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing