Fótbolti

Sannfærandi sigur hjá Stjörnunni

Stjarnan fór með 3-0 sigur af hólmi þegar liðið mætti Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsung-vellinum í kvöld. ​

Guðjón Baldvinsson skoraði eitt marka Stjörnunnar í kvöld. Fréttablaðið/Þórsteinn

Stjarnan er í þægilegri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í fyrstu  umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar á Samsung-vellinum í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 3-0 Stjörnunn í vil. 

Hilmar Árni Halldórson kom Stjörnunni yfir á 18. mínútu leiksins þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson fiskaði. 

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er hér felldur og vítaspyrna dæmd í kjölfarið. Fréttablaðið/Þórsteinn

Hilmar Árni var svo aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks, en þá átti hann aukaspyrnu inn á vítateig eistneska liðsins sem Baldur Sigurðsson sneiddi í markið. 

Guðjón Baldvinsson slapp svo inn fyrir vörn eistneska liðsins eftir stungusendingu Jóhanns Laxdal um miðbik seinni hálfleiks og kláraði færið af stakri prýði og niðurstaðan sannfærandi þriggja marka sigur Stjörnunnar. 

Liðin eru bæði á toppi deildarinnar í heimalandi sínu. Stjarn­an í topp­sæti Pepsi-deild­ar­inn­ar með 25 stig eft­ir 12 leiki ogNömme Kalju er í topp­sæti eist­nesku efstu deild­ar­inn­ar með 44 stig eft­ir 18 leiki og

Liðin eigast við í seinni leik sínum á fimmtudaginn í Eistlandi í næstu viku. 

Hilmar Árni Halldórsson skorar úr víti í leiknum. Fréttablaðið/Þórsteinn

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Özil hættur: „Þegar við töpum er ég innflytjandi“

Fótbolti

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Fótbolti

Ronaldo á vinsælustu íþróttamynd í sögu Instagram

Auglýsing

Nýjast

Blikar keyrðu yfir FH-inga

KR vann Stjörnuna öðru sinni - Ásgeir með þrennu

Molinari fyrsti Ítalinn sem vinnur risamót í golfi

Birkir Már skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val í áratug

Molinari leiðir fyrir lokasprettinn

Jafnt í Grafarvoginum

Auglýsing