Handbolti

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Tveir Íslendingar eru meðal þeirra 20 leikmanna sem gætu slegið í gegn á EM 2020 í handbolta.

Dagur og Haukur spiluðu frábærlega á EM U-18 ára í sumar. Mynd/HSÍ

Haukur Þrastarson og Dagur Gautason eru meðal þeirra 20 leikmanna sem gætu slegið í gegn á EM 2020 í handbolta sem Svíþjóð, Noregur og Austurríki halda í sameiningu.

Í dag birtist grein á heimasíðu mótsins þar sem farið er yfir 20 vonarstjörnur Evrópuboltans; leikmenn sem létu til sín taka á EM U-18 og U-20 ára í sumar og gætu fengið tækifæri á stóra sviðinu eftir tvö ár.

Ísland endaði í 2. sæti á EM U-18 ára í Króatíu. Haukur átti frábært mót og var valinn besti leikmaður þess.

Hann sló í gegn með Selfossi í Olís-deildinni á síðasta tímabili og í vor lék hann sína fyrstu A-landsleiki, þá aðeins 16 ára. Haukur var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Dagur var valinn í úrvalslið EM U-18 ára í sumar. Þessi kviki og flinki hornamaður lék stórt hlutverk með KA í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili og hefur farið vel af stað með KA-mönnum í Olís-deildinni í haust.

Frakkland og Svíþjóð eiga þrjá leikmenn á listanum yfir vonarstjörnur Evrópuboltans. Greinina má lesa með því að smella hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Kornungir leikstjórnendur í hópi Guðmundar

Handbolti

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Handbolti

Vítabaninn Björgvin vaknaður

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 5 - 4 Ísland

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Auglýsing