Íslenski boltinn

„Metnaðurinn hjá Fylki heillaði mig"

Sam Hewson hefur söðlað um frá Grindavík og gengið frá vistaskiptum sínum til Fylkis, en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið í hádeginu í dag.

Sam Hewson handsalar hér samning við Fylki. Mynd/Einar

Þegar síðastliðnu keppnistímabili lauk settist ég niður með forráðamönnum Grindavíkur og tjáði þeim að mig vantaði nýja áskorun. Nokkur félög höfðu samband við mig, en Fylkir sýndi mér mesta áhugann og það varð fljótlega ljóst að ég myndi ganga til liðs við þá," segir Sam Hewson í samtali við Fréttablaðið eftir að samningar voru í höfn. 

„Það komu fyrirspurnir frá Norðurlöndum, en þau voru öll í formi þess að bjóða mér til reynslu og það heillaði mig ekki á þessum tímapunkti. Ég á íslenska kærustu og var að eignast barn þannig að það að flytjast frá Íslandi var ekki fýsilegur kostur," segir Hewson enn fremur. 

„Ég sé fyrir mér að spila inni á miðsvæðinu og býst við því að spila við hliðina á Ólafi Inga [Skúlasyni], en fyrst og fremst þarf ég bara að berjast fyrir sæti mínu í liðinu," sagði enski miðvallarleikmaðurinn um komandi tíma hjá Fylkisliðinu. 

„Forráðamenn Fylkis hafa mikinn metnað til þess að gera betur á næstu leiktíð en þeirri síðustu. Það er vonandi að það gangi eftir og ég mun allavega gera mitt besta til þess að það verði að veruleika," segir hann um framhaldið.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Fram ræður þjálfara

Íslenski boltinn

Fylkir fær ungan og efnilegan markvörð

Íslenski boltinn

Skagamenn bæta við sig framherja

Auglýsing

Nýjast

Magnaður endasprettur skilaði Haukum sigri

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing