Íslenski boltinn

Breiðablik og ÍBV skildu jöfn í Eyjum

ÍBV og Breiðablik gerðu 1-1-jafntefli þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Breiðabliks í leiknum. Fréttablaðið/Andri Marínó

ÍBV fékk topplið Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu, Breiðablik, i heimsókn til Vestmannaeyja í 13. umferð deildarinnar í kvöld. Niðurstaðan varð sú að liðin skiptust á jafnan hlut eftir 1-1-jafntefli. 

Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir rúmlega hálftíma leik, en skot Öglu Maríu Albertsdóttur fór af henni og þaðan i markið. ÍBV hóf raunar leikinn betur og Shameeka Fishley komst í gott færi eftir tæplega tíu mínútna leik, en Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot hennar vel. 

Berglind Björg hefur nú skorað 13 mörk í deildinni í sumar, en hún er markahæsti leikmaður deildarinnar. Hún hefur skorað tveimur mörkum meira en Sandra María Jessen, framherji Þórs/KA og Elín Metta Jensen, sóknarmaður Vals sem hafa skorað 11 mörk hvor. 

Eyjakonur gáfust hins vegar ekki upp og kanadíski framherjinn Cloé Lacasse jafnaði metin þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þar við sat og jafntefli niðurstaðan í hörkuleik. 

Breiðablik jók forystu sína á toppi deildarinnar í tvö stig með þessu jafntefli, en liðið hefur 34 stig á toppnum og Þór/KA er í öðru sæti með 32 stig. ÍBV er hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig og er sex stigum frá fallsæti. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

Íslenski boltinn

Fengu á sig sjö í lokaleiknum

Íslenski boltinn

Komnir í milliriðla eftir stórsigur á Gíbraltar

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Auglýsing