Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports undrast það afhverju Ronaldo hyggist stíga fram eftir 2 vikur í viðtali og greina frá stöðu sinni og félagsins þá. Hann eigi að gera það núna.

Ronaldo, stjörnuleikmaður Manchester United segir mögulegt að hann lyfti lokinu af stöðu sinni hjá félaginu og afhjúpi það sem hann kallar lygar fjölmiðla um sig með viðtali innan nokkurra vikna. Frá þessu greindi hann á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Mikið hefur verið rætt og ritað um fram tíð hans hjá United.

Í færslu á Twitter segist Gary Neville ekki skilja hann ætli sér að stíga fram eftir 2 vikur þegar félagið þarf á leiðtoga að halda núna.

,,Af hverju þarf besti leikmaður allra tíma (að mínu mati) að bíða í tvær vikur til þess að segja stuðningsmönnum Manchester United sannleikann? Stígðu fram núna og talaðu. Félagið er í krísu og þarf á leiðtoga að halda. Hann er sá eini sem getur tekið þetta áfram og leitt."