Darwin Nunez, leikmaður Liverpool sýndi á sér veikleika merki í gær í leik liðsins geng Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Þetta telur Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports um ensku úrvalsdeildina.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en í stöðunni 0-1 fyrir Palace lét Darwin Nunez skapið fara með sig og brást illa við því þegar Joachim Andersen reyndi að æsa hann upp. Nunez fékk rautt spjald fyrir viðbrögð sín en þetta var hans fyrsti heimaleikur með Liverpool.

Neville telur að þessi viðbrögð Nunez sýni veikleikamerki á honum. Merki sem varnarmenn deildarinnar muni reyna að nýta sér. „Ég held að hann verði skotmark hjá varnarmönnum núna," sagði Neville í útsendingu Sky Sports eftir leik Liverpool og Crystal Palace í gærkvöldi.

„Ég tel að þeir muni pota í hann, klípa, reyna að pirra hann en hvað refsingu fyrir Nunez varðar til ég að Klopp muni tala alvarlega við hann annað hvort á morgun eða hinn," sagði Neville og benti á að í svona aðstæðum þyrfti ekki að refsa leikmönnum mikið.

„Þeir taka út sína refsingu inn í búningsklefa á meðan leiknum stendur. Maður hefur áhyggjur af því maður hefur brugðist þannig að í svona aðstæðum þarf ekki að segja mikið við leikmann sem hefur fengið rautt spjald því það eitt og sér er nógu erfitt."

Neville telur að Nunez hafi mjög fljótlega séð að sér eftir að hafa fengið rauða spjaldið.

„Hann hefur gengið á milli manna í búningsklefanum eftir leik og beðist afsökunar, ég er viss um það. Restin af leikmannahópnum mun hýfa hann upp, þetta er það góður og sterkur leikmannahópur."