Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem samtökin World Athletics létu framkvæma í kringum Ólympíleikana í Tókýó í sumar.

Rannsakendur fylgdust með úrtaki á samfélagsmiðlinum Twitter sem samanstóð af 161 keppanda á Ólympíuleiknum í Tókýó. Fylgst var með aðgöngum keppendanna á Twitter einni viku fyrir mót og allt þar til að leikunum lauk.

Meðal þess netníðs sem beint var að keppendum Ólympíuleikana á samfélagsmiðlinum má sjá niðrandi ummæli um kyn, rasísk ummæli og niðrandi ummæli um kynhneigð keppenda sem beindust að trans- og samkynhneigðu fólki. Þá voru keppendur einnig sakaðir um ólöglega lyfjanotkun.

,,Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig fram á að kvenkyns íþróttafólk varð fyrir meira netníði en karlkyns kollegar sínir."

65% af því netníði sem var skoðað í rannsókninni var flokkað sem gróflega móðgandi og krafðist þess að umsjónarmenn samfélagsmiðlanna þurftu að skerast í leikinn.