Netflix og skipuleggjendur Tour de France tilkynntu í dag að von væri á heimildarþáttum um hjólreiðakeppnina Tour de France þar sem áhorfendur fá að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast keppendum betur.
Samkvæmt samkomulaginu er von á átta þáttum á streymisveituna næsta vor.
Forráðamenn keppninnar vonast til þess að þáttaraðirnar hafi sömu áhrif á áhorfendatölurnar og Drive to Survive hafði hjá Formúlu 1.
Átta af níu liðum Tour de France samþykktu að veita framleiðsluteymi Netflix aukið aðgengi að þátttakendum sínum þetta árið en UAE Team Emirates neitaði beiðninni.
Netflix er einnig að vinna að sambærilegri þátttaröð í tengslum við PGA-mótaröðina í golfi.