Stangastökkvarinn Alina McDonald varð á dögunum í öðru sæti í bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Um leið vann hún sér inn sæti á Heimsmeistaramótinu. Þangað ætlar hún þó ekki að mæta.

McDonald er strangtrúuð og hefur allan sinn feril haft þann sið að æfa ekki eða keppa á sunnudögum.

Efstu þrír keppendurnir á bandaríska meistaramótinu komast á HM en hún ætlar ekki að fara. Því tekur sú sem hafnaði í fjórða sætið hennar pláss.

„Ég gæti beðið þau um að breyta dagskránni en mér finnst það til aðeins of mikils ætlast. Ég væri svo til í að taka þátt en svona er staðan. Það er sanngjarnast að gefa plássð til þeirrar sem hafnaði í fjórða sæti,“ sagði hin 24 ára gamla McDonald við Pole Vault Power-vefsíðuna.

Heimsmeistaramótið fer fram í Eugene í Óregon-fylki í næsta mánuði.