Lögmaður Byron Castillo greindi frá því í dag að skjólstæðingur sinn neitaði að gefa vitnisburð í áfrýjunarmáli Síle þegar kemur að lögmæti Castillo sem leikmanns Ekvadors.

Knattspyrnusamband Síle fór fram á að Castillo yrði til staðar, hvort sem það væri í persónu eða í myndbandssímtali og að hann þyrfti að svara spurningum lögmanna þeirra.

„Byron átti að sitja fyrir spurningum en hann mun ekki mæta. Við erum búin að láta FIFA vita að hann taki ekki þátt í þessu leikriti hjá knattspyrnusambandi Síle,“ sagði umboðsmaður Castillo í samtali við Suður-ameríska fjölmiðla og bætti við að hann myndi heldur ekki vera á staðnum.

Síle sendi inn kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fyrr á þessu ári á grundvelli þess að Castillo sem lék í átta leikjum með Ekvador í undankeppni HM væri í raun frá Kólumbíu og þremur árum eldri en áður var talið.

Alþjóðaknattspyrnusambandið hafnaði ásökunum Síle sem áfrýjaði úrskurðinum og hefst málaferlið að nýju í dag.