Luis Suarez, sóknar­maður úrúgvæska lands­liðsins í knatt­spyrnu neitar að biðjast af­sökunar á um­deildu at­viki í leik Úrúgvæ og Gana á HM í knatt­spyrnu fyrir tólf árum síðan.

Úrúgvæ mætir Gana í loka­um­ferð riðla­keppni HM í Katar á morgun en viður­eign liðanna frá HM 2010 færði knatt­spyrnu­á­huga­fólki eitt um­deildasta at­vik síðustu heims­meistara­móta.

Liðin mættust í átta liða úr­slitum HM 2010 sem fór fram í Suður-Afríku. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi í þeim leik og tryggði sér sæti í undan­úr­slitum en Suarez fékk rauða spjaldið í leiknum fyrir að verja skot Dominic Adi­yyiah með höndunum en boltinn var á leiðinni í netið.

Víta­spyrna var í kjöl­farið dæmd en Gan­verjum tókst ekki að skora úr henni.

Á blaða­manna­fundi fyrir leik liðanna á morgun var Suarez spurður út í at­vikið og kvöld hann vildi biðja Gana af­sökunar. Litið sé á Suarez sem djöfulinn sjálfan í Gana eftir at­vikið.

,,Ég þarf ekki að biðjast af­sökunar á neinu," svaraði Suarez. ,,Ég myndi biðjast af­sökunar ef ég hefði meitt ein­hvern leik­mann en í þessu til­viki hand­lék ég boltann, fékk rautt spjald og leik­maður Gana klúðraði víta­spyrnunni.

Það er ekki mér að kenna, ég klikkaði ekki á víta­spyrnunni. Þetta var ekki á minni á­byrgð."

Myndband af atvikinu frá árinu 2010 má sjá hér fyrir neðan: