Luis Suarez, sóknarmaður úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu neitar að biðjast afsökunar á umdeildu atviki í leik Úrúgvæ og Gana á HM í knattspyrnu fyrir tólf árum síðan.
Úrúgvæ mætir Gana í lokaumferð riðlakeppni HM í Katar á morgun en viðureign liðanna frá HM 2010 færði knattspyrnuáhugafólki eitt umdeildasta atvik síðustu heimsmeistaramóta.
Liðin mættust í átta liða úrslitum HM 2010 sem fór fram í Suður-Afríku. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi í þeim leik og tryggði sér sæti í undanúrslitum en Suarez fékk rauða spjaldið í leiknum fyrir að verja skot Dominic Adiyyiah með höndunum en boltinn var á leiðinni í netið.
Vítaspyrna var í kjölfarið dæmd en Ganverjum tókst ekki að skora úr henni.
Á blaðamannafundi fyrir leik liðanna á morgun var Suarez spurður út í atvikið og kvöld hann vildi biðja Gana afsökunar. Litið sé á Suarez sem djöfulinn sjálfan í Gana eftir atvikið.
,,Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu," svaraði Suarez. ,,Ég myndi biðjast afsökunar ef ég hefði meitt einhvern leikmann en í þessu tilviki handlék ég boltann, fékk rautt spjald og leikmaður Gana klúðraði vítaspyrnunni.
Það er ekki mér að kenna, ég klikkaði ekki á vítaspyrnunni. Þetta var ekki á minni ábyrgð."
Myndband af atvikinu frá árinu 2010 má sjá hér fyrir neðan:
Uruguay vs Ghana, 2010 World Cup.
— Players' Tribune Football (@TPTFootball) December 1, 2022
This is Luis Suárez's story about that handball. pic.twitter.com/uAxD1ZSsWB