Franskir fjölmiðlar segja að Idrissa Gueye hafi neitað að taka þátt í leik PSG gegn Montpellier um helgina í ljósi þess að númerin á treyjum PSG hafi regnbogalituð í aðdraganda 17. maí sem er dagur þar sem barist er gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks.

Miðjumaðurinn var ekki í leikmannahóp PSG og staðfesti Mauricio Pochettino að hann væri fjarverandi af persónulegum ástæðum. Gueye hefur áður leikið með Everton og Aston Villa.

Þetta er annað árið í röð sem Gueye missir af leik þar sem PSG sýndi baráttunni gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks stuðning með regnbogalituðum tölum aftan á treyjunum.

Á síðasta ári var það gefið út að Gueye væri að glíma við magaverki en Pochettino sagði um helgina að það amaði ekkert að miðjumanninum.

Forseti samtaka LGBT fólks í íþróttum gagnrýndi Gueye og kallaði eftir því að honum yrði refsað og tóku Rogue Direct, samtök sem berjast gegn kynhneigðarfordómum í frönsku íþróttalífi, í sama streng.