Tommy Fury var neitað um inngöngu í Bandaríkin og er bardagi hans gegn Jake Paul í byrjun ágúst í hættu. Fury segist ekki skilja af hverju hann fær ekki inngöngu í landið.

Fury ætlaði að fljúga til Bandaríkjanna í vikunni til að mæta á blaðamannafund fyrir bardagann. Tommy er yngri bróðir Tyson Furry sem er einn vinsælasti bardagakappi í heiminum.

Paul er samfélagsmiðlastjarna sem hefur verið að boxa síðustu ár og haft af því miklar tekjur.

„Ég og liðið mitt komum á Heathrow flugvöllinn og vorum teknir til hliðar. ESTA beiðni minni var hafnað ég get ekki farið til Bandaríkjanna," sagði Tommy.

„Ég hef ekki hugmynd um af hverju ég fæ ekki að ferðast til Bandaríkjanna. Ég hef æft fyrir þennan bardaga, hvorki ég, liðið mitt eða lögfræðingar fengu inngöngu í Bandaríkin.“