NBA-deildin heiðraði minningu Kobe Bryant sem lést á sunnudaginn síðastliðinn með myndbandi af stærstu stundum á ferli hans, bæði með Los Angeles Lakers og bandaríska karlalandsliðinu í körfubolta.

Bryant sem lét lífið í þyrluslysi um nýliðna helgi varð fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers og tvisvar sinnum ólympíumeistari með bandaríska liðinu.

Þá er hann fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en LeBron James sem leikur með Los Angeles Lakers komst upp fyrir hann á þeim lista á laugardaginn var.

Myndskeiðið af glæsilegum tilþrifum Bryant innan vallar og góðum stundum utan vallar má sjá hér að neðan: