NBA deildin hefur ákveðið að heiðra minningu Bill Russel og leggja treyjum númer sex til hliðar hjá öllum liðum. Russell lést í síðasta mánuði 88 ára en hann vann deildina 11 sinnum og var valinn bestur fimm sinnum á 13 ára ferli sínum í deildinni. Þá var hann fyrirliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum árið 1956.

Lebron James spilar í treyju númer sex og þó nokkrir aðrir en þeir mega halda því áfram. Nýir leikmenn mega þó ekki velja treyjuna framvegis.

Russell í baráttu við Wilt Chamberlain.

Hann varð fyrsti þeldökki þjálfarinn í deildinni og barðist fyrir jafnrétti. „Magnaður árangur Bill Russells innan vallar og brautryðjanda starf hans fyrir borgaralegum réttindum er þannig að hann á skilið að vera heiðraður á einstakan og sögulegan hátt,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA.

Russell er fyrsti leikmaðurinn sem fær treyjuna sína lagða til hliðar í NBA deildinni en hafnarboltadeildin, MLB, lagði númer Jackie Robinson sem var númer 42 til hliðar. Þá setti hokkídeildin, NHL, númer 99 sem Wayne Gretzky iðulega bar.

Russell var tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, sem leikmaður árið 1975 og aftur sem þjálfari árið 2021.