Í nýju minnisblaði NBA-deildarinnar í körfubolta kemur fram að óbólusettir leikmenn sem ferðist úr landi eigi í hættu á því að komast ekki aftur til Bandaríkjanna.

Eitt lið í NBA-deildinni, Toronto Raptors, er í Kanada sem er með kröfu um bólusetningu ætli einstaklingar að koma til landsins.

Það er því ætlast til þess að óbólusettir leikmenn fari ekki úr landi. Geta þeir því ekki mætt Toronto á útivelli.

Þá eiga leikmenn sem eru óbólusettir í hættu á að komast ekki aftur til Bandaríkjanna ef þeir ferðast úr landi á meðan stjörnuleikurinn stendur yfir.

NBA-deildin fullyrðir að 97 prósent leikmanna í deildinni séu bólusettir og stór meirihluti þeirra sé búinn að fá örvunarskammt.